tisa: Death to Danska

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Death to Danska

Ég ætlaði að setja inn diska á iPoddinn Tinna, en tölvan harðneitaði. Ég held nú ekki hugsaði tölvan og vildi enganvegin gera eins og ég bað.

Ég er komin með hundleið á því að vinna. Get ekki beðið eftir því að byrja í skólanum, eða það hugsaði ég þangað til ég skoðaði bókalistan minn. Þá fór ég að gráta, inn í mér, af því að á yfirborðinu er ég svo mikill badass að ég má nú ekki fara að grenja út af því að ég verð með Danske er Mange Ting aftur í dönsku. Aftur! Sama fokking bókin! Mig langar að deyja.

Þetta alltsaman minnti mig á atriði sem ég sá í Fóstbræðrum.

Það var um sjómann, minnir að hann hafi heitið Manni. Hann var leikinn af sköllótta gaurnum, hvað heitir hann Erlingur eða eitthvað.

En Manni var sko harðasti sjóarinn á Ballarhafi, algert hörkutól. Úff

Skipið hans Manna kom að landi og Manni ætlaði nú aldeilis að fá sér að ríða! Hann fer á næsta kaffihús og byrjar strax að meika múvin á stúlkuna Jenný. Hún hafnar honum og hann vill helst deyja inn í sér. En hann er áfram harður nagli og segir bara “þessar steeelpur maður” Manni sest niður og fær sér að borða. Önnur kona gengur að honum og spyr hvort sætið hliðin á honum sé upptekið. “Elskan mín, fáðu þér sæti og láttu fara vel um þig” segir Manni okkar. Konan segist nú bara ætla fá stólinn í láni og tekur hann. Núna er sjálfsálitið hans Manna í feitum mínus og hann ákveður að forða sér áður en hann fer að grenja. Svo situr hann og saumar með tárin í augunum meðan hann segir sjálfum sér að hann megi ekki grenja því hann sé stór strákur og sjóari.

Manni kemur svo aftur á skipið og félagi hans spyr hvernig hafi gengið. “Djöfull fékk ég mér að ríða, tók svo vinkonu hennar líka. Djöfull var hún ljót, ég þurfti að biðja hana að hafa poka á sér”

Svona leið mér þegar ég sá bókalistann minn, ekki af því að konur vilja ekkert með mig hafa.

Ég þarf að fara að horfa á fóstbræður aftur, ég sakna þeirra.

En eins og var að segja hérna ofar þá er ég komin með ógeð á því að vinna. Aðallega út af samstarfsfólki. Gamla fólkið er frábært, nema sumir eins og kerlingarnar á sjötta borði og konan sem öskrar. Einn gamli karlinn gaf mér meira að segja nammi. Ég borðaði það yfir Miami Vice. Þessi gamli kall er ágætur, ég komst að því að pabbi hans hafi dáið fyrir langa löngu í veiðislysi. Hann var einn að veiða og varð fyrir voðaskoti. Síðan fórum ég og Tinna að pæla hvort karlinn vissi það kannski ekki ennþá að pabbi hans hafi framið sjálfsmorð. Ég meina hver verður fyrir voðaskoti þegar hann er einn að veiða? Já en sumt samstarfsfólk mitt er að gera mig snælduvitlausa (ekki þú Kristjana) Ég er samt farin að taka eina í sátt af því hún segir alltaf “Nei, þú sitja. Ég vinna!” Ég mótmælti henni ekki.

Ég er svona að spá hvort þetta fari ekki að verða gott í bili.

Segjum það.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 13:36

0 comments